By: Stefán On: June 30, 2010 In: Branding Comments: 0

Þýski bílaframleiðandinn Audi, sem er einn aðalstyrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Manchester United sá sér leik á borði þegar breyta þurfti 19 ára gömlu herbergi Sir Alex Ferguson á Old Trafford. Hingað til hafa Audi menn verið einna duglegastir styrktaraðilanna við að tengjast liðinu, bæði í gegnum bílaflota leikmanna en ekki síður með áhugaverðum tengingum, svo sem með því að breyta varamannabekknum í lúxussætí í anda Audi bílanna.

Í þetta sinn þó fóru þeir enn lengra með sína tengingu og fengu sem fyrr segir leyfi til að endurhanna herbergi frægasta knattspyrnustjóra heimsins í dag, eftir sínu höfði og að sjálfsögðu innblásið af hönnun vörumerkisins. Audi vörumerkið er þekkt um allan heim fyrir hönnun, og í þessu myndbandi er hægt að sjá hvernig þeir báru sig að við að blása lífi í þetta gamla lúna herbergi á Old Trafford vellinum í Manchester.

Trackback URL: http://gamla.vert.is/branding/audi-breytir-herbergi-sir-alex-ferguson-eftir-linum-vorumerkisins/trackback/

Leave reply:

Your email address will not be published. Required fields are marked *