By: Hörður On: January 14, 2011 In: Auglýsingar, Markaðsmál Comments: 5

Vörulaum (Product placement) hefur ekki mikið verið notað á Íslandi.  Það er helst að maður sjái þetta í þáttum eins og Eldsnöggt með Jóa Fel og svo eitthvað í íslenskum seríum s.s. Hlemmavídeó.

Í nýja HM handboltaþættinum hans Þorsteins J. á Stöð2Sport í gær var áberandi vörulauma í gangi.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru allir gestir þáttarins með hið nýja Vitamin Water á borðinu.  Hver með sinn litinn og flaskan uppá borði.

Vitamin water er afurð frá Coke/Vífilfelli (Coke keypti brandið 2007).  Vífilfell hefur verið að nýta sér aðrar leiðir en hefðbundnar við að koma þessu á framfæri. Sem dæmi má nefna var mikil VIP veisla þegar þessu var ýtt úr hinni markaðslegu vör (mbl.is og Visir)

Kostir þess product placement eru helst þeir að þú kemur vörunni í mynd og eykur vitund.  Mögulega nærðu að yfirfæra tengingar af þeim sem er fenginn til að nota vöruna og eins er hægt að búa til tengingu milli vörunnar og einhvers atburðar eða athafnar (occasion).

Ókostir laumunnar eru helst, að ólíkt auglýsingum, kemur lauman engum skilboðum áleiðis til áhorfenda, stjórn þess sem kaupir vörulaumið er takmarkað á því hvernig varan birtist og svo er ekki líklegt að athygli áhorfanda sé á vörunni og því ekki öruggt að áhorfendur taki eftir lauminu.

Gjarnan er samfella í aðgerðum (consistency), þ.e. að vera ekki að lauma vörunni á ólíkum stöðum eða endrum og eins, og aðgerðir sem tengjast vörulauminu það sem skilur milli feigs og ófeigs í þessum málum.

Vörulaum getur verið góð kynningarleið, en eins og með annað veltur árangurinn á því hve vel er undirbúið og framkvæmt.

 

 

 

Trackback URL: http://gamla.vert.is/auglysingar/vorulauma/trackback/

5 Comments:

 • Elfur Logadóttir
  January 14, 2011

  mig langar í þessu sambandi að benda ykkur á 2. mgr. 16. gr. útvarpslaga nr. 53/2000:

  “Duldar auglýsingar eru bannaðar, sem og dulin fjarsöluinnskot.”

  þar sem dulin auglýsing hefur áður verið skilgreint sem “sýning eða önnur kynning í máli eða myndum á vöru, þjónustu, vörumerki eða starfsemi aðila er framleiðir vöru eða veitir þjónustu í útvarpsdagskrám utan afmarkaðra auglýsingatíma sé slík sýning til þess ætluð af hálfu útvarpsstöðvar að þjóna auglýsingamarkmiðum og villa um fyrir notendum.” (e. liður 1. gr. sömu laga).

  Það er því ekkert skrítið við það að “vörulauma” hafi ekki verið mikið notuð á Íslandi hingað til, það er bannað samkvæmt lögum.

  Reply
  • Hörður Harðarson
   January 16, 2011

   Takk fyrir ábendinguna.
   Það verður spennandi að sjá hvort einhver kærir.

   Reply
 • bmson
  January 17, 2011

  Er svo sem ekkert nýtt…

  Coke, Pepsi Max, 66 Norður ofl. hafa verið að gera þetta í mörg ár, í þáttum og bíómyndum.

  Hef aldrei skilið þessi lög um duldar auglýsingar.
  Vanhugsuð lög, enda er alltaf verið að hafa áhrift á neytendur hvort sem það sé í gegnum beinar auglýsingar, duldar-auglýsingar, fréttir, menningarviðburði osfr.

  Reply
 • Stebbi Gunn
  January 17, 2011

  Það sem mér finnst enn fremur markvert við þetta er að VitaminWater, eða Vífilfell, eru ekki merktir sem kostendur. Þetta væri mun eðlilegra ef að VitaminWater væri einn fjögurra kostenda.

  Mér finnst auk þess ólíklegt að þessi fimmti kostandi hafi verið kynntur hinum fjórum þegar þeir tóku tilboði 365 sem kostendur.

  Reply

Leave reply:

Your email address will not be published. Required fields are marked *