By: Hörður On: November 23, 2011 In: Auglýsingar Comments: 1

Við sjáum ekki mikið af auglýsingum á Íslandi þar sem hjólað er beint í samkeppnisaðilann.  Að mörgu leyti er það ágætt – slíkar auglýsingar geta verið afar hallærislegar, auk þess sem vafasamt er hve vel slíkt virkar.

Það er þó alltaf gaman að sjá þegar menn gera smekklega árás.  Það er óhætt að segja að Samsung sé ekki að skafa af hlutunum í þessari auglýsingu.  Það er stríð á “smartphone” markaðnum og Samsung er að láta sverfa til stáls.

Í þessari auglýsingu pota þeir í alla veikustu bletti Iphone, auk þess sem þeir gera nett grín að Iphone-fíklum.  Samanber “I could never get a Samsung, I’m creative”.

Hvort sem þetta virkar vel eða ekki, er þetta í það minnsta skemmtilegt.

Ekki tapa gleðinni 😉
Ný Samsung auglýsing

Trackback URL: http://gamla.vert.is/auglysingar/thad-er-strid-og-menn-taka-fram-beittu-hnifana/trackback/

1 Comments:

  • Atli Viðar
    November 23, 2011

    http://en.wikipedia.org/wiki/ISheep Það kom ein tiltölulega misheppnuð árás á apple 2006, þegar Sandisk voru að prómótera Sansa mp3 spilarana sína. Mistökin þar lágu samt í því að reynt var að hylja að herferðin var í raun komin frá Sandisk.

    Reply

Leave reply:

Your email address will not be published. Required fields are marked *