By: Hörður On: May 31, 2010 In: Auglýsingar Comments: 2

Ef þú nærð að koma þér í þá aðstöðu að kynna vöru eða þjónustu þína nákvæmlega þegar fólk þarf á henni að halda, er mjög líklegt að þú munir hafa erindi sem erfiði.

Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú ert að selja þjónustu eða vöru sem er með stóran/langan kauphring, þ.e. það líður langur tími milli kaupa.

Ég hef tekið eftir auglýsingum frá einum aðila sem eru þannig gerðar að ef þörf væri á þeirri þjónustu sem hann býður uppá, eru auglýsingarnar á nákvæmlega réttum stað.

Valur Helgason ehf. setur límmiða á salerni sem almenningur hefur aðganga að. Þetta eru einmitt þeir staðir þar sem mestar líkur eru á að þjónusta hans, stíflulosun, komi að notum.

Þetta er kannski ekki smekklegasta dæmið, en það er gott. Ef þú nærð til fólks þegar það er í kauphugleiðingum nærðu árangri. Þetta er ekki flókið, en Valur Helgason ehf. gerir þetta vel.

Trackback URL: http://gamla.vert.is/auglysingar/marka%c3%b0sma%c3%b0ur-arsins/trackback/

2 Comments:

 • Guðrún I Hlíðar
  May 31, 2010

  Mér finnst óþarfi að setja límmiðana beint á hreinlætistækin.Það eru lýti og sjónmengun

  Reply
 • Hörður Harðarson
  May 31, 2010

  Þetta eru almenningssalerni. Límmiðinn er ekki stærsta lýtið og er sjaldann það sem maður upplifir sem sjónmengun 🙂

  Reply

Leave reply:

Your email address will not be published. Required fields are marked *