Í framhaldi af fyrri vangaveltum um hvort ákveðin umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 um “Stríðið á Appelsín markaðnum” gagnaðist Vífilfelli eða Ölgerðinni meira, velti ég upp hinu sama hér.
Fyrir nokkrum árum var búin til jólaauglýsing fyrir Malt og Appelsín frá Egils þar sem lokasetningin er:
“Ást við fyrstu sýn,
Egils Malt og Appelsín.”
Nú kemur Vífilfell með auglýsingu fyrir Hátíðar appelsínið sitt með frasanum:
“Þú sérð það strax, við fyrstu sýn,
Þetta er Hátíðar Appelsín”
Spurningin er hvort þetta er Vífilfelli til gagns?
- Er þetta gott grín?
- Ná þeir að pirra samkeppnisaðilann? (Oft skemmtilegt 🙂
- Ná þeir athygli sem þeir annars hefðu ekki náð (sbr. blog sem þetta)?
Sjá bæði auglýsingu Vífilfells og jólaauglýsingu Malt og Appelsín hér f. neðan.

Tengdar greinar:
Selja einhverjum eitthvað
Allt þitt auglýsingastarf hefur þann tilgang að selja einhverjum eitthvað. Það má aldrei gleyma...
Allt þitt auglýsingastarf hefur þann tilgang að selja einhverjum eitthvað. Það má aldrei gleyma...
Skara markaðsfyrirtæki ársins ekki fram úr?
Á nýafstöðnum Ímark degi kynnti Capacent árlega könnun meðal markaðsstjóra. Niðurstöður hennar eru ...
Á nýafstöðnum Ímark degi kynnti Capacent árlega könnun meðal markaðsstjóra. Niðurstöður hennar eru ...
Þú þarft ekki að sjá logo til að fatta hver er að ...
Þegar við kenndum Vörumerkjastjórnun (branding) var bannað að nota Apple sem dæmisögu um eitthvað se...
Þegar við kenndum Vörumerkjastjórnun (branding) var bannað að nota Apple sem dæmisögu um eitthvað se...
Trackback URL: http://gamla.vert.is/auglysingar/enn-af-appelsn-strinu-mikla-hvorum-gagnast-frh/trackback/
Davíð Lúther
Hvað er samt málið með flöskuhálsinn, bakgrunnurinn ætti að vera appelsínugulur, er það ekki 🙂 ?
Jón Haukur
Í lok dagsins er það bragðið sem mun skipta mestu máli og Egils Appelsín rústar þeim bardaga þar sem hitt sullið er nánast bragðlaust í samanburði….
Hjalti R
Eru Vífilfell að reyna að markaðssetja sig sem gæðadrykk eða að selja þetta sem ódýrt appelsín? Fyrstu viðbrögð mín við þessari vöru, umbúðum og öllu því viðkomandi, er að hér sé verið að setja Bónus appelsín í kókflösku (flaskan er greinilega sú sama). Ég myndi kaupa þetta fyrir jólaboðið til að spara pening, en ég myndi aldrei skipta út Egils Appelsíni við jólaborðið..
Það er kannski það sem Vífilfell er að reyna að gera, stela smá bita af kökunni, en með þessari vöru eru þeir aldrei að fara að velta Appelsín úr sessi sem hátíðardrykkurinn.
Katrín M.Ólafsdóttir
Það fangar alltaf augun mín,að mér finnst vanta á flöskuna frá fellinu..Hin er snilld góð hver sem hannaði hana.